Myndir af mönnum sem skulda meðlag á pizzukössum

Þeir sem kaupa sér pizzu í Butler-sýslu í Cincinnatti í Bandaríkjunum mega nú eiga von á því að fá með veggspjöld með myndum af mönnum sem skulda háar fjárhæðir í meðlag með börnum sínum. Hinar ýmsu sýslur Bandaríkjanna hafa úr mörgum aðferðum að velja hvað varðar að hafa uppi á hinum skuldsettu foreldrum. Í Virginíu er farsímafyrirtækjum gert að láta af hendi heimilisföng og símanúmer, meðal annars.

Í Kern-sýslu í Kaliforníu eru faratæki skuldara gerð upptæk og boðin upp á uppboðum upp í skuldirnar. Veggspjöld á pizzukössum þykja góð og frumleg leið til að hafa uppi á fólkinu. Í öðrum sýslum Ohio-ríkis setja menn myndir á vefsíður og til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að hafa uppi á fólkinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert