Rúm milljón Palestínumanna hefur notið aðstoðar ESB

Palestínsk kona við dreifingarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Gasaborg.
Palestínsk kona við dreifingarmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Gasaborg. AP

Yfir milljón Palestínumenn hefur fengið fé í gegnum styrkjakerfi ESB sem komið var á laggirnar til að forðast að ríkisstjórn Hamas fái féð í hendur. Þetta kom fram í máli embættismanns ESB í dag. Yfir 150.000 heimili njóta fjárhagslegs stuðnings í gegnum kerfið.

Gert er ráð fyrir því að sex manns séu að meðaltali á hverju heimili. Um 300 milljón evrur hafa þegar verið veittar og munu á endanum verða 700. Með peningunum er 88% launa ríkisstarfsmanna greidd í Palestínu, m.a. lækna, hjúkrunarkvenna og kennara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert