Bloggarar ekki blaðamenn að mati litháískrar þingnefndar

Blogg er ekki blaðamennska, að mati litháískrar þingnefndar.
Blogg er ekki blaðamennska, að mati litháískrar þingnefndar. Morgunblaðið/ Golli

Nefnd litháíska þingsins hefur synjað bloggara þar í landi um viðurkenningu á því að hann sé blaðamaður, þar sem hún telur blogg ekki jafngilda blaðamennsku. Bloggarinn, Liutauras Ulevicius, ætlar að áfrýja þeirri ákvörðun, þar sem hann mun ekki njóta sömu réttinda og verndar og blaðamenn og ekki fá passa til að flytja fréttir frá þinginu.

Nefnd sem fer með menntamál, vísindi og menningarmál og segir að samkvæmt fjölmiðlalögum sé blaðamaður sá sem safnar upplýsingum, kryfur þær til mergjar og veitir upplýsingar í gegnum fjölmiðil samkvæmt samningi við hann, eða sá sem tilheyrir blaðamannafélagi.

Ulevicius sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að þessi ákvörðun nefndarinnar bryti á tjáningarrétti hans. Hann myndi áfrýja ákvörðuninni, ellegar fara með málið fyrir dómstóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert