Tilkynnt var í Hvíta húsinu í dag að Bandaríkjaforseti hefði ítrekað þau fyrirheit sín að beita neitunarvaldi gegn lagafrumvarpi sem nú er til umræðu í öldungadeildinni um að bandaríski herinn í Írak verði kvaddur heim haustið 2008. Reyndar mun ólíklegt að öldungadeildin samþykki frumvarpið, sem demókratar standa að, og fengu samþykkt í fulltrúadeildinni.
„Verði þetta frumvarp lagt fyrir forsetann til undirritunar mun hann beita neitunarvaldi sínu,“ sagði í tilkynningu Hvíta hússins í dag. Í frumvarpinu væri gert ráð fyrir að ný stefna í Írak myndi engum árangri skila, þótt enn væri ekki farið að reyna neitt á hana.