Bush heiðrar þeldökka flugsveitarmenn

George W. Bush.
George W. Bush. Reuters

Fyrsta orrustuflugsveit Bandaríkjamanna skipuð þeldökkum verður á morgun heiðruð fyrir störf sín á tveimur vígstöðvum, annars vegar í seinni heimsstyrjöldinni og hins vegar heima fyrir gegn aðskilnaðarstefnunni. George W. Bush mun veita mönnunum heiðursorðu Bandaríkjaþings, Gullorðuna, sem er mesti heiður sem óbreyttum borgara getur hlotnast.

Flugliðarnir voru í svokallaðri Rauðstélasveit (e. Red Tails), 99. orrustuflugsveit, og fóru í 1.578 ferðir frá bækistöðvum sínum í Norður-Afríku og grönduðu yfir 260 flugvélum óvinanna, þ.e. Þjóðverja. Þeldökkir menn frá Alabama-ríki í Bandaríkjunum voru þjálfaðir sérstaklega fyrir sveitina og haldið aðskildum frá hvítum mönnum í hernum. Um 1.000 hermenn voru þjálfaðir til orrustuflugs, auk hermanna sem störfuðu á jörðu niðri. Tæpur þriðjungur mannanna er enn á lífi. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert