Dönskum karlmönnum á miðjum aldri hættir til að detta úr stiga

Danskir karlmenn um miðjan aldur ættu að varast stiga.
Danskir karlmenn um miðjan aldur ættu að varast stiga. mbl.is/Golli

Í Danmörku er vorið á næsta leyti og heilbrigðisstofnun danska ríkisins hefur reiknað út að miðaldra karlmönnum standi mest ógn af stigum, slípirokkum og handsögum er þeir taka til við vorverkin. Af þeim slysum sem skráð eru á dönskum slysavarðstofum má vera ljóst að danskir karlmenn sem eru á aldrinum 40 til 60 ára ættu að vara sig á stigum og tröppum því 40% þeirra sem eiga um sárt að binda hafa dottið úr stiga.

Á fréttavef Berlingske Tidende kemur sömuleiðis fram að karlmenn eru fimm til sex sinnum líklegri til að slasa sig við smíðar og viðgerðir á heimilinu. Rúmlega þrítugir karlmenn eru í mestri hættu. Í fréttinni kemur fram að konurnar slasa sig frekar á garðáhöldum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert