Einum breskum sjóliða hugsanlega sleppt úr haldi

Faye Turney sem er í haldi í Íran og verður …
Faye Turney sem er í haldi í Íran og verður hugsanlega sleppt í dag eða á morgun. AP

Utanríkisráðherra Írans mun hafa sagt að breska sjóliðanum Faye Turney verði hugsanlega sleppt úr haldi í dag eða á morgun. Þetta kom fram á tyrkneskri sjónvarpsstöð skömmu eftir að Tony blair tilkynnti að nú skyldi auka þrýstinginn á Íran.

Fréttavefur Sky fréttastofunnar sagði að tyrkneska CNN sjónvarpsrásin Turk TV hefði vitnað í utanríkisráðherrann Manouchehr Mottaki en gaf ekki upp frekari fregnir eða ástæðu.

Faye Turney sem er meðal hinna handteknu bresku sjóliða er 26 ára, gift og á eitt barn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert