Íhuga að banna með lögum sms-skrif undir stýri

Smáskilaboð skrifuð með farsíma.
Smáskilaboð skrifuð með farsíma. mbl.is/Þorkell

Þingmenn í New Jersey íhuga nú að setja lög sem banna smáskilaboðaskrif undir stýri. Frumvarp að lögum þess efnis er nú til athugunar en það var samið í framhaldi af könnun tryggingafélags, Nationwide Insurance, sem leiddi í ljós að einn af hverjum fimm ökumönnum skrifa sms á meðan þeir eru í akstri.

Fólk á aldrinum 18-34 ára er mun líklegra til að stunda þessa iðju, eða einn af hverjum þremur. Samkvæmt lögunum má sekta ökumenn um 100 til 250 dollara fyrir sms-skrif undir stýri. Lögreglumenn mega stöðva þá ökumenn sem þeir sjá við þessa iðju, en það mega þeir ekki samkvæmt núgildandi lögum. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert