Konur halda eiganda vændishúss í gíslingu í Pakistan

Tugir kvenna brutust inn í vændishús í Islamabd, höfuðborg Pakistans í gærkvöldi og tóku eiganda þess, dóttur hennar og tengdadóttur í gíslingu. Kröfðust konurnar þess að staðnum yrði lokað og að sölu á myndböndum yrði hætt í nágrenninu. Samningaviðræður standa enn yfir um lausn gíslanna en konurnar, sem leggja stund á trúarlegt nám í Jamia Hafsa-skólanum, segja umrædda starfsemi brot gegn lögum Kóransins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Konurnar réðust inn í vændishúsið í gær en er eigandi þess neitaði að verða við kröfum þeirra um að loka því neyddu þær hann, ásamtdóttur hennar og tengdadóttur, með sér í skólann þar sem karlkynsnemendur og kennarar gengu til liðs við konurnar. Þá tóku nemendur úr skólanum tvo lögreglumenn í gíslingu þar sem þeir stóðu vörð skammt frá skólanum.

Navdip Dhariwal, blaðamaður BBC í Islamabad segir atvikið hið fyrsta sinnar tegundar í borginni en að svipuð atvik hafi komið upp annars staðar í landinu að undanförnu.

Jamia Hafsa-skólinn hefur verið sakaður um að ýta undir öfgahyggju og í janúar komu vopnaðir nemendur hans í veg fyrir að moska sem reist hafði verið við hann án tilskilinna leyfa yrði rifinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert