Skógarbjörn veldur milliríkjadeilu einu ári eftir dauða sinn

Skógarbjörn hafði ekki sést í Þýskalandi í 170 ár er …
Skógarbjörn hafði ekki sést í Þýskalandi í 170 ár er Bruno var felldur. mbl.is

Þjóðverjar og Ítalir deila nú um eignarréttinn á skógarbirni sem veiðimenn frá Bæjaralandi í Suður-Þýskalandi felldu í fyrra sumar. Í Róm halda yfirvöld því fram að björninn sem nefndur var Brúnó sé eign ítalska ríkisins.

Þó að þýska ríkisstjórnin hafi komið þeim tilmælum áleiðis þá neitar umhverfisráðherra Bæjaralands að skila bjarndýrshræinu.

Fréttavefur BBC skýrir frá því að Brúnó hafi þvælst yfir til Þýskalands frá Ítalíu með viðkomu í Austurríki. Hann var skotinn til bana eftir að hafa drepið og étið 30 kindur, 4 kanínur og einn naggrís.

Yfirvöld tóku vel á móti Brúnó og fengu teymi finnskra veiðimanna með sérþjálfaða hunda til að fanga hann lifandi en hann lét ekki fanga sig í búr og því varð að fella hann.

Brúnó var fyrsti skógarbjörninn sem sést hefur til í Þýskalandi í 170 ár. Yfirvöld í Bæjaralandi hyggjast láta stoppa Brúnó upp og hafa til sýnis í safni sama hvað ítölum finnst um málið.

Brúnó er sem stendur í frysti einhverstaðar í Bæjaralandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka