Tsvangirai handtekinn öðru sinni af öryggislögreglu Mugabe

Morgan Tsvangirai á leið á spítala fyrir hálfum mánuði.
Morgan Tsvangirai á leið á spítala fyrir hálfum mánuði. Reuters

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, var handtekinn í dag í áhlaupi á höfuðstöðvar stjórnmálaflokks hans, MDC, í höfuðborg landsins, Harare. 20 starfsmenn flokksins voru handteknir að auki. Það var öryggislögregla forseta landsins, Robert Mugabe, sem handtók fólkið.

Framkvæmdastjóri MDC greindi AFP fréttastofunni frá þessu. Handtakan hefur ekki verið staðfest af yfirvöldum en ef satt reynist er þetta í annað sinn sem Tsvangirai er handtekinn í mánuðinum. Tugir lögreglumanna girtu af svæði umhverfis flokksskrifsstofuna, vopnaðir táragasi, kylfum og AK47 vélbyssum.

Skrifstofa flokksins er í verslunarmiðstöð og lokuðu margir verslunum þegar lögreglan mætti á svæðið. 11. mars síðastliðinn var Tsvangirai og fleiri úr stjórnarandstöðunni handteknir. Tsvangirai var barinn af lögreglu, höfuðkúpubrotnaði og þurfti að leggja hann inn á sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert