WHO mælir með umskurn sem þætti í alnæmisvörnum

Kim Dickson, sérfræðingur hjá WHO, á blaðamannafundi stofnunarinnar í dag.
Kim Dickson, sérfræðingur hjá WHO, á blaðamannafundi stofnunarinnar í dag. AP

Full­trú­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, og stofn­un­ar­inn­ar UNAIDS, lýstu því yfir í dag að umsk­urn karla væri til þess fall­in að draga úr hættu á HIV-smiti, sem veld­ur al­næmi. Til­raun­ir, sem gerðar voru í þrem­ur Afr­íku­ríkj­um sýndu, að umsk­urn minnkaði um helm­ing lík­ur á að gagn­kyn­hneigðir menn smituðust af HIV-veirunni.

Til­mæli alþjóðastofn­an­anna eiga einkum við lönd þar sem hlut­fall al­næm­issmit meðal gagn­kyn­hneigðra er hátt. Sér­fræðing­arn­ir lögðu áherslu á, að umsk­urn muni aldrei koma í stað annarra smit­varna, svo sem smokka.

Sér­fræðing­ar WHO og UNAIDS hvöttu til þess í dag, að auka aðgengi að aðgerðum, einkum á svæðum í Afr­íku sunn­an Sa­hara og tryggja að þær séu gerðar af til þess bær­um heil­brigðis­starfs­mönn­um og við viðun­andi aðstæður.

Eng­ar vís­bend­ing­ar eru um að umsk­urn hafi áhrif á sýk­ing­ar í kon­um eða meðal karla, sem eiga mök við aðra karla.

Fram kem­ur á frétta­vef BBC, að ýms­ar ástæður séu fyr­ir því að umsk­urn dragi úr HIV-sýk­ingu. Þannig séu vís­bend­ing­ar um að sér­stak­ar frum­ur í for­húðinni séu næm­ar fyr­ir HIV-sýk­ingu. Þá verði húðin und­ir for­húðinni ekki eins viðkvæm á eft­ir og minni lík­ur séu á að blæðandi sár mynd­ist þar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert