Bretar falast eftir stuðningi öryggisráðsins í deilunni við Írani

Bretar fóru þess á leit í dag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti yfirlýsingu þar sem handataka Írana á 15 bresku sjóliðum á Persaflóa fyrir tæpri viku væri fordæmd, og lausnar þeirra krafist án tafar. Ekki er víst að tillaga Breta fáist samþykkt vegna andstöðu Rússa og fleiri ríkja, þar sem Bretar fullyrða að sjóliðarnir hafi verið í íraskri landhelgi, en því neita Íranir.

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sjónvarpsviðtali að ekki kæmi til greina að samið yrði við Írani um lausn sjóliðanna. „Þegar maður á í höggi við fólk eins og ráðamenn í Íran verður að útskýra fyrir því, af stökustu þolinmæði, hvað þurfi að gera, og um leið gera því fyllilega grein fyrir að hægt sé að grípa til frekari ráðstafana ef það sýni ekki sanngirni.“

„Það er ekki hægt að fara út í viðræður um lausn gísla; það er ekki hægt að viðurkenna að einhver skipti geti farið fram. Slíkt er óviðunandi,“ sagði Blair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert