Dómstóll í Tel Aviv dæmdi Haim Ramon, fyrrum dómsmálaráðherra og pólitískan ráðgjafa forsætisráðherrans Ehuds Olmert í 120 tíma af vinnu í þágu samfélagsins fyrir að kyssa konu sem vildi ekkert með slík atlot hafa.
Ramon getur starfað sem þingmaður þrátt fyrir þennan dóm þar sem brotið var ekki talið bera vott um siðspillingu eða siðblindu.
Ramon sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að konan sem er hermaður og nefnd hefur verið H í dómsmálinu, sakaði hann um að kyssa hana og þvinga tungu sína milli vara hennar eftir að hún tók utan um hann fyrir myndatöku.
Ramon sem er 56 ára sagði að kossinn hefði komið í kjölfar daðurs hennar við hann. Hún neitaði að hafa daðrað við hann.