Selakvótinn við Kanada 270.000 á þessu ári

Sjávarútvegsráðherra Kanada, Loyola Hearn, greindi frá því í dag að á þessu ári yrði leyft að veiða 270.000 seli í atvinnuskyni, en dýraverndarsamtök hafa kallað selveiðarnar við austurströnd Kanada „mestu sjávardýrafjöldamorð í heiminum“.

Nú verður leyft að veiða 65.000 færri seli en í fyrra vegna þess á ísinn á fengistöðvum selanna á St.Lawrence-flóa sunnanverðum er bráðinn og brotinn, sagði Hearn. Aftur á móti sé ísinn í norðanverðum flóanum og umhverfis Nýfundnaland, þar sem megnið af veiðunum fer fram, í góðu ásigkomulagi.

Á undanförnum þrem árum hefu um ein milljón sela verið veidd við austurströnd Kanada, en evrópskir og kanadískir andstæðingar veiðanna hafa mótmælt þeim og sagt þær ómannúðlegar.

En kanadísk stjórnvöld segja veiðarnar ekki ógna selastofninum, sem hafi snarvaxið á undanförnum þrem áratugum og telji nú hátt í 5,5 milljónir dýra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert