Selakvótinn við Kanada 270.000 á þessu ári

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Kan­ada, Loyola Hearn, greindi frá því í dag að á þessu ári yrði leyft að veiða 270.000 seli í at­vinnu­skyni, en dýra­vernd­ar­sam­tök hafa kallað sel­veiðarn­ar við aust­ur­strönd Kan­ada „mestu sjáv­ar­dýra­fjölda­morð í heim­in­um“.

Nú verður leyft að veiða 65.000 færri seli en í fyrra vegna þess á ís­inn á fengistöðvum sel­anna á St.Lawrence-flóa sunn­an­verðum er bráðinn og brot­inn, sagði Hearn. Aft­ur á móti sé ís­inn í norðan­verðum fló­an­um og um­hverf­is Ný­fundna­land, þar sem megnið af veiðunum fer fram, í góðu ásig­komu­lagi.

Á und­an­förn­um þrem árum hefu um ein millj­ón sela verið veidd við aust­ur­strönd Kan­ada, en evr­ópsk­ir og kanadísk­ir and­stæðing­ar veiðanna hafa mót­mælt þeim og sagt þær ómannúðleg­ar.

En kanadísk stjórn­völd segja veiðarn­ar ekki ógna sela­stofn­in­um, sem hafi snar­vaxið á und­an­förn­um þrem ára­tug­um og telji nú hátt í 5,5 millj­ón­ir dýra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert