Stormur veldur usla í Bandaríkjunum

mbl.is

Þrír létust í hvirfilvindum í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í nótt. Í Oklahoma létust hjón er hús þeirra splundraðist og kona lést í Colorado er skýstrokkur gekk yfir þorpið sem hún bjó í.

Skýstrokkur, sem var á stærð við tvo fótboltavelli, eyðilagði fimm hús í bænum Holly í Colorado. Rafmagn fór af og tré rifnuðu upp með rótum.

Stormurinn náði frá Suður-Dakota til Texas. Flóðahætta er í Nebraska og Kansas og búist er við því að ekki lægi á næstunni.

Fréttir hafa borist af 11 skýstrokkum í vesturhluta Nebraska-ríkis. Eyðulögðu þeir þrjú hús og slitu víða í sundur rafmagnslínur.

Hjónin sem létust bjuggu í nágrenni Elmwood í Oklahoma en skýstrokkurinn gjöreyðilagði hús þeirra.

Mikil snjókoma fylgdi í kjölfar stormsins í Wyoming og hefur verið tilkynnt um fjölda umferðarslysa vegna snjókomunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert