Glæpum hægri-öfgamanna og árásum á útlendinga fjölgaði í Þýskalandi á síðasta ári, samkvæmt tölum sem stjórnvöld birtu í dag. Fjölda árása á útlendinga fjölgaði um 37% og glæpum hægri-öfgasinna fjölgaði um 14%, að því er innanríkisráðuneytið greindi frá. Yfir 18.000 hatursglæpir hægri-öfgasinna voru skráðir í fyrra, þar af voru 511 skilgreindir sem ofbeldi gegn útlendingum.
Wolfgang Schäuble innanríkisráðherra sagði að þessar tölur væru áhyggjuefni, og margþáttaðar aðgerðir til að kveða niður glæpi öfgasinna hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Að sögn embættismanna liggja ekki fyrir neinar greiningar á því hvers vegna þessi aukning hefði orðið.