Kvartað undan nærgönguli vopnaleit

Vopnaleit á flugvöllum hefur verið hert.
Vopnaleit á flugvöllum hefur verið hert. mbl.is/Július

Margar konur hafa kvartað undan því að öryggisverðir á flugvellinum í Kaupmannahöfn gangi of langt í vopnaleitinni. „Við fáum fimm kvartanir á dag frá konum sem telja að við gerumst of nærgöngul,” sagði Mogens Kornbo aðstoðarframkvæmdastjóri á flugvellinum í samtali við Berlingske Tidende.

Loftferðaeftirlit Danmerkur svarar því til að nærgöngul vopnaleit sé nauðsynleg. „Öryggisverðir eiga einfaldlega að athuga með höndunum hvort farþegar hafi vopn undir fatnaði sínum. Ímyndið ykkur ef konur gætu smyglað handsprengjum milli brjóstanna af því að við athuguðum það ekki sagði upplýsingafulltrúinn Thorbjørn Ancher.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert