Sextán ára rútubílstjóri afstýrði slysi

Sextán ára áströlsk stúlka greip stýrið á langferðabíl og aftstýrði því að bíllinn færi út í á. Með snarræði sínu bjargaði hún 38 börnum sem í bílnum voru og bílstjóranum sem hafði fallið í yfirlið í suðvesturhluta landsins nærri borginni Muckadilla. Laura Simpson hefur ekki ökuréttindi sat þremur sætum fyrir aftan bílstjórann stökk til er rútan keyrði út í kant og yfir umerðaskilti og stefndi út af veginum og út í á.

Bílstjórinn var með fótinn á bensíngjöfinni en Simpson stýrði langferðabílnum upp á veginn og náði að vekja bílstjórann til lífsins nógu lengi til að hann gæti stöðvað úti í kanti áður en það leið aftur yfir hann.

Börnin hringdu á hjálp með farsímum, sjúkrabíll flutti bílstjórann á sjúkrahús en börnin biðu síðan í fjóra tíma eftir öðrum bílstjóra.

Laura Simpson hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir hetjudáð sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert