Áfram sprengt í Mogadishu

Kona liggur hér særð eftir átökin í Mogadishu. Yfir 12.000 …
Kona liggur hér særð eftir átökin í Mogadishu. Yfir 12.000 manns hafa flúið átökin í borginni sl. viku. Reuters

Sprengju­árás­ir héldu áfram í Moga­dis­hu í dag, þriðja dag­inn í röð. Sjúkra­hús í borg­inni hafa ekki und­an við að sinna slösuðum á meðan eþíópísk­ar og sómalísk­ar her­sveit­ir, sem njóta stuðnings herþyrlna, héldu áfram árás­um sín­um á íslamska upp­reisn­ar­menn og ætt­bálka­her­sveit­ir.

Mikið mann­fall hef­ur verið á meðal óbreyttra borg­ara, en Alþjóðanefnd Rauða kross­ins seg­ir átök­in í höfuðborg Sómal­íu vera þau verstu í 15 ár. Stjórn­völd í Eþíóp­íu segja sín­ar her­sveit­ir hafa fellt yfir 200 upp­reisn­ar­menn frá því árás­irn­ar hóf­ust.

Skelkaðir íbú­ar segja skot stór­skota­liðsins hafa hæft heim­ili íbúa fyr­ir dög­un í morg­un.

„Hver sá sem stend­ur á bak við þetta er ekki mennsku. Það er aug­ljóst að þeir hafa ekki átt ömmu eða börn sem þeir þurfa að hugsa um,“ sagði Sala­do Yebarow, sem á heima á milli aðalíþrótta­leik­vangs­ins í borg­inni og for­seta­hall­ar­inn­ar.

„Skot­um rign­ir handa­hófs­kennt yfir borg­ina.“

Ná­granni Yebarow, Awrala Adan, sem er eldri borg­ari og fötluð seg­ist hafa þurft að fela sig á bak við hús­gögn í einu horni í hús­inu sínu.

„Ég hef glatað trúnni á því að heim­ur­inn muni nú koma okk­ur hjálp­ar,“ sagði Adan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert