Bresk stjórnvöld hafa svarað athugasemd sem Íranar hafa sent þeim vegna handtöku 15 breskra sjóliða í Persaflóa í síðustu viku. Frá þessu greindi Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, í dag.
„Við fengum diplómatíska athugasemd og við höfum svarað henni,“ sagði hún við blaðamenn í Bremen í Þýskalandi án þess að útskýra málið frekar.
Í annarri athugasemd frá Írönum til Breta, sem var birt í dag, var hið „ólögmæti verknaður“ bresku sjóliðanna í Persaflóa fordæmdur. Þar var hinsvegar ekki kallað eftir afsökunarbeiðni að hálfu Breta.