Bretar svara Írönum vegna handtöku bresku sjóliðanna

Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands.
Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands. Reuters

Bresk stjórnvöld hafa svarað athugasemd sem Íranar hafa sent þeim vegna handtöku 15 breskra sjóliða í Persaflóa í síðustu viku. Frá þessu greindi Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, í dag.

„Við fengum diplómatíska athugasemd og við höfum svarað henni,“ sagði hún við blaðamenn í Bremen í Þýskalandi án þess að útskýra málið frekar.

Í annarri athugasemd frá Írönum til Breta, sem var birt í dag, var hið „ólögmæti verknaður“ bresku sjóliðanna í Persaflóa fordæmdur. Þar var hinsvegar ekki kallað eftir afsökunarbeiðni að hálfu Breta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert