Bush segir handtöku 15 breska sjóliða vera óafsakanlega

George W. Bush og Luiz Inácio Lula da Silva á …
George W. Bush og Luiz Inácio Lula da Silva á blaðamannafundi í kvöld. Reuters

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hvatti í kvöld til þess að 15 breskir sjóliðar, sem Íranar handtóku á Persaflóa fyrir rúmri viku, verði látnir lausir. Sagði hann að handtaka bresku hermannanna væri óafsakanleg framkoma af hálfu stjórnvalda í Íran.

„Íranar verða að láta gíslana lausa," sagði Bush á blaðamannafundi eftir viðræður við Luiz Inácio Lula da Silva, forseta Brasilíu, í Camp David í kvöld. „Þeir eru saklausir, þeir gerðu ekkert af sér og þeir voru fyrirvaralaust handteknir."

Bush hefur til þessa ekki tjáð sig um málið og bandarísk stjórnvöld hafa til þessa ekki gefið stórar yfirlýsingar af ótta við að það kynni að setja deilu Breta og Írana í enn meiri hnút og draga úr staðfestu alþjóðasamfélagsins að stöðva kjarnorkuáætlun Írana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka