Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hét í dag að hann myndi leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að varanlegu vopnahléi milli Líbanons og Ísraels. Þetta sagði hann eftir að hafa ferðast um landamærasvæðið sem gríðarleg eyðilegging varð í stríðinu í fyrra.
„Ég vinn enn að því að reyna breyta hléinu á átökunum í varanlegt vopnahléssamkomulag,“ sagði Ban í höfuðstöðvum friðargæslusveitum SÞ (UNIFIL) í Líbanon áður en hann flaug aftur til New York
Friðargæsluliðið hefur eftirlit með vopnahléi sem náðist þann 14. ágúst samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ, sem batt enda á stríðið í Líbanon milli Ísraels og Hizbollah sem stóð í 34 daga.
UNIFIL, sem var stofnað árið 1978 eftir fyrstu meiriháttar innrás Ísraela inn í Líbanon, var eflt eftir stríðsátökin í fyrra. Alls eru tæplega 13.000 hermenn í friðargæsluliðinu frá 30 löndum.
Friðargæsluliðarnir hafa eftirlit með suðurhluta Líbanons ásamt líbönskum hermönnum sem var komið fyrir við landamærin eftir að stríðinu lauk, en það var í fyrsta sinn í marga áratugi sem það var gert.