Þúsundir ungmenna gengu til varnar Kristjaníu

Á annan tug þúsunda ungmenna tóku þátt í friðsamlegum mótmælaaðgerðum í Kaupmannahöfn í dag til stuðnings íbúum fríríkisins Kristjaníu en íbúar þar féllust í gær á tilboð danska ríkisins um að Kristjanía gangist undir sömu lög og önnur sveitarfélög gegn því að íbúarnir fái þróunarstyrki.

Ungmennin kröfðust þess einnig, að nýrri félagsmiðstöð í anda Ungdomshuset, sem rifið var nýlega, verði komið á fót. Fólkið veifaði rauðum og svörtum fánum og báru mótmælaspjöld. Það gekk framhjá danska þinghúsinu við undirleik hipp-hopp tónlistar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert