Angela Merkel, kanslari Þýskalands sem jafnframt fer með forsæti í Evrópusambandinu, hóf í dag viðræður við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínu, í borginni Ramallah á Vesturbakkanum í dag.
Merkel hitti Abbas eftir að hafa setið tvær fundarlotur í Jerúsalem með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á ferð sinni um svæðið.
Merkel mun funda með Olmert í þriðja sinn síðar í dag.
Hún hefur hvatt Miðausturlandaþjóðir til þess að grípa tækifærið og blása nýju lífi í friðarferlið.
Í gær fundaði Merkel með Abdullah Jórdaníukonungi, en hún mun síðan ljúka heimsókn sinni í Líbanon.