Hörð átök geisa enn í Mogadishu

Sjúkrahúsin í borginni hafa ekki undan við að sinna þeim …
Sjúkrahúsin í borginni hafa ekki undan við að sinna þeim sem hafa særst í átökunum. Reuters

Fjórða daginn í röð geisa harðir bardagar á milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Í miðborginni hafa sprengjur sprungið og segir Rauði krosinn að tugir óbreyttra borgara hafi látið lífið í átökunum. Þá segja þeir sjúkrahúsin ekki hafa undan við að sinna þeim særðu sem skiptir hundruðum.

Bráðabirgðastjórnin í landinu, sem nýtur stuðnings eþíópískra hersveita, hefur hafið áhlaup gegn íslömskum uppreisnarmönnum.

Hermaður frá Úganda féll í átökunum en hann er sá fyrsti sem lætur lífið úr friðargæsluliði Afríkusambandsins.

Um 1.500 hermenn frá Úganda komu til Mogadishu í síðasta mánuði. Hermennirnir voru fyrsti liðsaflinn af herliði Afríkusambandsins, en heildarstærð friðargæsluliðsins mun á endanum verða 8.000 hermenn.

Friðargæsluliðið er ætlað að taka við að eþíópíska hernum við að aðstoða bráðabirgðastjórninni að koma á friði á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert