Bresku sjóliðarnir sagðir hafa játað að hafa verið í íranskri landhelgi

Íranska ríkisútvarpið flutti af því fréttir í dag að bresku sjóliðarnir, sem yfirvöld handtóku fyrir að hafa verið í íranskri lögsögu, hefðu allir játað brotið. Sjóliðarnir eru 15 og voru teknir höndum 23. mars. Tveir sjóliðar hafa játað brotið á myndbandi og bent á staðinn á landakorti, þar sem þeir voru handteknir.

Einn sjóliðanna, Felix Carman, biður írönsku þjóðina afsökunar á myndbandi og segist skilja af hverju Íranar séu svo reiðir yfir áganginum. Þá þakka sjóliðarnir fyrir góða meðferð á sér í varðhaldi. Bresk yfirvöld segja þetta sýndarleik og áróður og standa fast á sínu, að sjóliðarnir hafi verið í íraskri landhelgi. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert