Fríverslunarsamningur Bandaríkjanna og S-Kóreu í höfn

Wendy Cutler, aðstoðarviðskiptafulltrúi Bandaríkjanna í viðræðunum með aðalsamningamanni S-Kóreu, Kim …
Wendy Cutler, aðstoðarviðskiptafulltrúi Bandaríkjanna í viðræðunum með aðalsamningamanni S-Kóreu, Kim Jonghoon, í dag. Reuters

Bandaríkin og Suður-Kórea gerðu með sér fríverslunarsamning í dag og felldu með því tolla sem verið hafa á þúsundum vörutegunda, en samningurinn á að efla viðskipti landanna svo nemur milljörðum dollara á ári. Samkomulagið náðist eftir tíu mánaða viðræður. Viðræður hafa staðið yfir í Seoul í S-Kóreu og hafa mikil mótmæli verið vegna þeirra og oft ofbeldisfull.

Þing beggja landa þurfa að samþykkja sáttmálann áður en hann gengur í gildi. Vöruskiptahalli ríkjanna á að minnka til muna. Suður-Kórea mun með honum ná miklu forskoti á Asíuríkin Japan, Taívan og Kína, sem það á í mikilli samkeppni við um viðskipti við Bandaríkin. Samningurinn er sá umfangsmesti í fríverslun sem Bandaríkin hafa gert í 15 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert