Loftslagsbreytingar ógna lífi hundruð milljóna manna

Grænfriðungar komu fyrir örk í miðborg Brussel í dag til …
Grænfriðungar komu fyrir örk í miðborg Brussel í dag til að leggja áherslu á mikilvægi sérfræðingafundarins. Reuters

Fram kemur í skýrslu sérfræðinefndar Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum, sem birt verður í heild sinni á föstudag, að loftslagsbreytingar ógni lífi hundruð milljóna manna verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þá kemur fram í skýrslunni að áhrif breytinganna verði mest í fátækustu löndum heims þar sem þær muni valda vatnsskorti og hungursneyð.

Hópur vísindamanna hóf í dag fund í Brussel undir merkjum Sameinuðu þjóðanna en í lok fundarins á föstudag verður gefin út skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga. Í skýrslunni verður m.a. farið yfir þær umhverfisbreytingar, sem orðið hafi á jörðinni á síðustu áratugum vegna hlýnunar andrúmsloftsins og spáð fyrir um frekari breytingar á þessari öld.

Nefndin mun birta aðra skýrslu í maí þar sem hún leggur til aðgerðir til að stemma stigu við þróuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert