Þúsundir syrgjenda fylgdu Mao Anqing, syni Mao Zedong fyrrum leiðtoga kínversku þjóðarinnar til grafar í morgun. Mao Anqing lifði lengst af börnum Maos Zedong og varð 84 ára. Hann lést á föstudaginn var en ekki hefur verið gefið upp hver dánarorsök hans var.
Mao Anqing tók aldrei þátt í stjórnmálum, hann þjáðist af geðrænum vandamálum og er talið að hann hafi eytt megninu af fullorðinsárum sínum á geðsjúkrahúsum.
Hann fæddist 1923 og var annar sonur Mao og fyrstu konu hans Yang Kaihui sem var tekin af lífi 1930 af þjóðernissinnaðir ríkisstjórn.
Mao Anqing og eldri bróðir hans, Anying voru sendir til Parísar og síðar Moskvu. Þeir snéru til Kína 1947 áður en kommúnistar báru sigur úr bítum árið 1949.
Mao Zedong átti einnig tvær dætur, Li Na og Li Min. Sumir fréttaskýrendur telja að Mao hafi eignast fleiri börn á flótta sínum undan þjóðernissinnum á fjórða áratugnum og skilið þau eftir hjá bændafjölskyldum. Engin þessara barna hafa komið í leitirnar. Sonur Maos Aqing, Mao Xinyu hefur feðrað eina barnabarnabarn Mao Zedong