Sumarleyfisbær sviptir Hitler heiðursborgaratitli

Adolf Hitler.
Adolf Hitler.

Yfirvöld í þýska sumarleyfisbænum Bad Doberan munu væntanlega í kvöld svipta Adolf Hitler, fyrrum einræðisherra Þýskalands, heiðursborgaratitli sem hann fékk meðan á valdatíma nasista stóð. Til stendur að leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims verði í bænum eftir 2 mánuði.

„Það verður fundur í kvöld þar sem gengið verður frá þessu máli. Það er pólitískt formsatriði," sagði Hartmut Polzin, bæjarstjóri.

Nokkur þúsund þýskir bæir gerðu Hitler að heiðursborgara á sínum tíma en flestir ógiltu þann titil eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk árið 1945. Það var þó ekki gert í Bad Doberan, sem varð hluti af Austur-Þýskalandi en bærinn stendur við Norðursjó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert