Bandarískri umhverfisstofnun heimilt að stjórna losun gróðurhúsalofttegunda

Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp þann dóm í gær að umhverfisstofnun í Bandaríkjunum, (e. Einvironmental Protection Agency) hefði næg völd til þess að stýra losun gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Umhverfisstofnunin var beðin um að endurskoða þá afstöðu sína að vilja ekki stjórna útblæstri koltvíoxíðs og annarra skaðlegra lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum.

Dómstóllinn sagði útblástur bifreiða falla undir loftmengun og því undir stofnunina. Dómurinn þykir einn sá mikilvægasti í umhverfismálum og sá fyrsti sem hæstiréttur í Bandaríkjunum kveður upp í máli tengdu hlýnun loftslags á jörðinni. Málið þykir áfall fyrir ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta sem hefur verið treg til að draga úr útblæstri slíkra lofttegunda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert