Breskir orrustuþotuflugmenn beðnir um að íhuga mögulegan sjálfsvígsleiðangur

Orrustuþota.
Orrustuþota. AP

Orrustuflugmenn í breska hernum voru beðnir um að íhuga þann möguleika að þeir þyrftu að fórna lífi sínu til að stöðva hryðjuverkamenn, með því að fljúga þotunni á farartæki talibana eða al-Qaeda leiðtoga. Það var aðstoðarmarskálkurinn David Walker sem lagði þetta fyrir menn á ráðstefnu fyrir orrustuflugmenn.

Breska dagblaðið The Sun heldur þessu fram og hefur varnarmálaráðuneytið staðfest þetta en segir þó að menn verði aldrei beðnir um að fara í sjálfsvígsferðir. Það sé hluti af þjálfuninni að velta slíkum hlutum fyrir sér, að menn þurfi hugsanlega að fórna lífi sínu við ákveðnar aðstæður og taka ákvörðun um slíkt.

Sem dæmi megi nefna að hryðjuverkamenn geti reynt að fljúga flugvél á byggingu í einhverri borga Bretlands, vopnin gætu staðið á sér á orrustuþotunni og þá sé lítið annað hægt að gera en fljúga á vélina. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert