Kona sem skotin var fyrr í kvöld við höfuðstöðvar fréttastofunnar CNN í Atlanta í Georgíu er látin og er árásarmaðurinn lífshættulega særður. Vitni segjast hafa séð árásarmanninn skjóta konuna í andlitið, en var úrskurðuð látin við komu á sjúkrahús. Öryggisvörður skaut á árásarmanninn og er ástand hans sagt alvarlegt.
Maðurinn og sú látna munu hafa rifist áður en maðurinn skaut, en lögregla segist telja að um fjölskylduerjur hafi verið að ræða. Sú látna starfaði á Omni hótelinu, sem er í sömu byggingu og höfuðstöðvar CNN, hún var 22 ára gömul.
Árásin átti sér stað við bakdyr fréttastofunnar og urðu nokkrir starfsmenn CNN vitni að árásinni.