Radi al-Radhi, íraskur embættismaður sem fer fyrir nefnd sem rannsakar spillingu í íraska stjórnkerfinu, segir að 8 milljörðum Bandaríkjadala hafi verið sólundað eða stolið undanfarin þrjú ár. Ennfremur segist hann hafa fengið morðhótanir eftir að hann hóf rannsókn á tugum starfsmanna olíumálaráðuneytisins í landinu.
Morðhótanirnar eru litnar afar alvarlegum augum, ekki síst vegna þess að um 20 starfsmenn nefndarinnar hafa verið myrtir síðan hún hóf störf.
Eitt það mál sem mesta umfjöllun hefur fengið er mál þar sem um 2 milljarðar Bandaríkjadala hurfu úr sjóðum sem ætlaðir voru til enduruppbyggingar á stofnkerfi rafmagnsflutninga í landinu. Ayham al-Samaraie, fyrrum rafmálaráðherra landsins var sakfelldur í því máli, en hann flýði fangelsið á græna svæðinu svokallaða í Bagdad í desember sl. en kom svo til Chicago um miðjan janúar.
Al-Samaraie, sem hefur bæði íraskan og bandarískan ríkisborgararétt, segir Bandaríkjamenn hafa aðstoðað sig við flóttann.
Spilling er landlæg í Írak, en al-Radhi segir stjórnarskrárákvæði ýta undir hana, en í stjórnarskrá landsins er ákvæði sem heimilar ráðherrum að stöðva rannso´knir sem tengjast þeim.