Sérfræðingar í loftslagsmálum deila enn um orðalag skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif hlýnunar loftslags á jörðinni, sem á að vera tilbúin á morgun. Fulltrúar frá meira en 100 löndum hafa setið fundi í Brüssel í vikunni og rætt skýrsluna og innihald hennar, en það á eftir að samþykkja í heild sinni.
Heimildarmenn Reuters segja að í þeirri gerð skýrslunnar sem nú er til sé því spáð að hlýnun loftslags muni leiða til frekari hungursneyðar í Afríku, bráðnun snævar í Himalajafjöllum, fleiri hitabylgjum í Bandaríkjunum og eyðileggingu á kóralrifinu mikla í Ástralíu.
Yfirmaður verkefnis um hlýnun loftslags hjá World Wildlife Fund, sem stýrir fundinum í Brüssel, Hans Verolme, segir marga efast um vísindalegan grundvöll staðhæfinga í niðurstöðum skýrslunnar. Því þurfi höfundar skýrslunnar að fara aftur yfir ýmis grunnskjöl. Verolme segir það auka þrýsting á orðalag skýrslunnar að heimsleiðtogar muni lesa hana. Reuters segir frá þessu.