Fjórir breskir hermenn og túlkur féllu í Basra

Breskir hermenn í Basra í Írak.
Breskir hermenn í Basra í Írak. Reuters

Fjórir breskir hermenn létu lífið þegar vegsprengja sprakk í borginni Basra í Írak í dag. Auk þeirra féll íraskur túlkur þeirra. Frá sunnudeginum síðastliðnum hafa nú sex breskir hermenn fallið, sem er eitt mesta mannfall úr röðum Breta á einni viku í Írak frá innrásinni 2003.

Hermennirnir fjórir og túlkurinn voru í bílalest á leið um Hayaniya, sem er hverfi í norðvesturhluta Basra. Sjónarvottur segist hafa séð í það minnsta eina bifreið alelda og aðra mikið skemmda. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert