Kærastinn var í raun þrítug kona

Svipmynd úr Boys don´t Cry, sannsögulegri kvikmynd sem fjallar um …
Svipmynd úr Boys don´t Cry, sannsögulegri kvikmynd sem fjallar um stúlku sem þóttist vera drengur, Brandon Teena, og leyndi því fyrir kærustu sinni lengi vel. Reuters

14 ára stúlku frá Washington-ríki brá heldur í brún þegar hún komst að því að 17 ára kærasti hennar var í raun þrítug kona, Lorelei Corpuz. Konan þóttist vera táningspiltur en upp um hana komst þegar lögreglumaður athugaði hvort bíll sem hún ók um á væri stolinn og kom þá í ljós að konan átti ógreidda sekt fyrir umferðarlagabrot.

Táningsstúlkan sagði í samtali við sjónvarpsstöðina KOMO-TV í Seattle að hana hefði grunað að eitthvað undarlegt væri á seyði. ,,Kærastinn" hafi verið uppstökkur og hún því spurt lítils. Corpuz þóttist vera munaðarlaus, 17 ára piltur og öðlaðist traust fjölskyldu stúlkunnar. Hún barði stúlkuna og misþyrmdi á meðan á sambandinu stóð.

Corpuz hefur verið ákærð fyrir barnanauðgun og kynferðislega misnotkun á barni. Corpuz tók sér nafnið Mark Villanueva og flutti inn til stúlkunnar. Stúlkan segir í viðtali við Seattle Times í dag að sambandið hafi verið dæmigert fyrir unglinga, þær hafi haldist í hendur, stundað kelerí og faðmast mikið. Corpuz gætti þess þó að sýna stúlkunni aldrei kynfæri sín. Stúlkan vissi því ekki að kærastinn væri kona fyrr en lögreglumaður sagði henni það.

Yfirvöld í Everett, bænum sem stúlkan býr í, telja að Corpuz hafi haft mök við stúlkuna, barið hana og bitið í bakið tvisvar sinnum. AP birtir ekki nafn stúlkunnar þar sem um kynferðisbrot gegn barni er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert