Þrír menn ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum

Flak strætisvagns sem sprengdur var í loft upp við Tavistock-torgið …
Flak strætisvagns sem sprengdur var í loft upp við Tavistock-torgið í Lundúnum 7. júlí 2005. Reuters

Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglunni í Bretlandi fyrir aðild að hryðjuverkunum sem framin voru í Lundúnum 7. júlí 2005. Sjálfsvígsárásarmenn myrtu þá 52 farþega í neðanjarðarlestum og strætisvagni. Mennirnir eru þeir fyrstu sem ákærðir hafa verið í tengslum við hryðjuverkin.

Mennirnir þrír voru handteknir í síðasta mánuði og kærðir fyrir að taka þátt í skipulagningu hryðjuverkanna með tilræðismönnunum fjórum, sem sviptu sig lífi. Hinir ákærðu heita Waheed Ali, Sadeer Saleem og Mohammed Shakil. Yfirmaður deildar Lundúnalögreglunnar sem fer með rannsóknir á hryðjuverkum, Peter Clarke, segir að búast megi við fleiri handtökum í tengslum við hryðjuverkin 2005. „Leitinni er ekki lokið,“ sagði Clarke í dag. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert