Umskurn kvenna bönnuð í Erítreu

Warie Dirie, rithöfundur og ein mesta baráttukona heims gegn umskurn …
Warie Dirie, rithöfundur og ein mesta baráttukona heims gegn umskurn kvenna. AP

Yfirvöld í Erítreu hafa bannað umskurn kvenna með lögum þar sem hún er lífshættuleg. Upplýsingaráðuneyti Erítreu segir frá þessu í tilkynningu. Hver sá sem biður um, hvetur til eða kemur með öðrum hætti að umskurn kvenna á hættu á því að verða dæmdur til fangelsisvistar eða til sektargreiðslu.

Í tilkynningunni segir að umskurn kvenna sé stórhættuleg aðgerð sem valdi miklum sársauka og stefni lífi kvenna jafnvel í hættu.

Umskurn kvenna er mjög algeng í Erítreu, þrátt fyrir andstöðu ríkisstjórnarinnar, og stunduð bæði af múslímum og kristnum. Bannið gekk í gildi 31. mars. 94% kvenna í Erítreu eru umskornar, að sögn samtaka gegn umskurn þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert