Allt hreinsað úr húsinu vegna smáauglýsingar

Craigslist er vinsæll smáauglýsingavefur vestanhafs
Craigslist er vinsæll smáauglýsingavefur vestanhafs

Hús konunnar Laurie Raye í Seattle í Bandaríkjunum er svo að segja fokhelt eftir að hópur fólks kom og tók þar heimilistæki, glugga, ljósastæði og eldhúsvaskinn. Ástæðan reyndist sú að auglýsing var sett upp á smáauglýsingavefinn Craigslist þar sem fólki var boðið að koma og hirða það sem það vildi endurgjaldslaust.

Vandamálið var það að eigandinn hafði ekki sett upp auglýsinguna. Nágrannar horfðu á hvar fólk bar að og hóf að hreinsa út allt lauslegt án þess að gera við það nokkrar athugasemdir.

Það var ekki fyrr en lögreglumaður á frívakt rak augun í auglýsinguna að hún var tekin út, en þá hafði hún verið á netinu í tvo tíma. Ekki liggur ljóst fyrir hver setti auglýsinguna inn, en grunur leikur á að málið tengist þvi að systir húseigandans leigði íbúðina þar til hún var borin út vegna ósættis systranna, skömmu áður en auglýsingin birtist .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert