Tár, illa greitt hár og óheilbrigð lög verða bönnuð í kínversku útgáfu Idol söngvakeppninnar sem hefst um þessar mundir. „Engin furðulegheit, viðbjóð eða smekkleysu”, sagði útvarps- kvikmynda- og sjónvarpsstjórn ríkisins” í tilkynningu sem afhent var framleiðendum þáttarins „Happy Boys Voice”.
Hæfileikakeppnin er framhald keppninnar „Super Girl” sem haldin var í Kína árið 2005, en um 400 milljónir áhorfenda horfðu á keppnina og er sigurvegari þeirrar keppni nú með vinsælli söngkonum í landinu.