Páfi við messu í Péturskirkju á föstudaginn langa

Páfi við altarið í Péturskirkju í dag
Páfi við altarið í Péturskirkju í dag AP

Bene­dikt XVI, páfi, sat yfir messu í Páfag­arði í dag í Pét­urs­kirkj­unni í dag. Líkt og hefð er fyr­ir pre­dikaði páfi ekki sjálf­ur held­ur pre­dik­ari páfag­arðs. Raniero Can­talamessa heiðraði kon­ur sér­stak­lega í messu sinni og sagði nær­veru þeirra hjá þeim kross­festa og upprisna vera mik­il­væga lex­íu fyr­ir þjóðfé­lagið í dag.

,,Við eig­um að gefa rök­um hjart­ans meira rými ef við vilj­um koma í veg fyr­ir að heim­ur okk­ar, sem fer hlýn­andi, steyp­ist í and­lega ís­öld”, sagði Can­talamessa.

Bú­ist er við að þúsund­ir píla­g­rúma verði viðstadd­ir at­höfn við Co­losse­um hring­leika­húsið í Róm, hvar páfi mun taka þátt í kross­göngu til að minn­ast pínu Krists.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert