Páfi við messu í Péturskirkju á föstudaginn langa

Páfi við altarið í Péturskirkju í dag
Páfi við altarið í Péturskirkju í dag AP

Benedikt XVI, páfi, sat yfir messu í Páfagarði í dag í Péturskirkjunni í dag. Líkt og hefð er fyrir predikaði páfi ekki sjálfur heldur predikari páfagarðs. Raniero Cantalamessa heiðraði konur sérstaklega í messu sinni og sagði nærveru þeirra hjá þeim krossfesta og upprisna vera mikilvæga lexíu fyrir þjóðfélagið í dag.

,,Við eigum að gefa rökum hjartans meira rými ef við viljum koma í veg fyrir að heimur okkar, sem fer hlýnandi, steypist í andlega ísöld”, sagði Cantalamessa.

Búist er við að þúsundir pílagrúma verði viðstaddir athöfn við Colosseum hringleikahúsið í Róm, hvar páfi mun taka þátt í krossgöngu til að minnast pínu Krists.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert