Píslarganga var gengin umhverfis Mývatn í dag og er það fjórtánda árið sem gangan er þreytt, en hún telur samtals um 32 kílómetra. Það var vel á annað hundrað þátttakenda sem lagði upp frá Hótel Reynihlíð kl. níu í morgun í hægri austan golu og líilsháttar frosti.
Við Reiðhólsborgir í landi Geirastaða er hefðbundin áningarstaður göngufólksins, og er þá tekið til nestis, Þarna er lokið svo sem 14 km. af þeim 32 sem hringurinn er.