Mansalshringur upprættur á Spáni

Lögregla á Spáni handtók sjö manns í aðgerðum gegn mansalshring á Costa Brava ströndinni á austurhlut Spánar. Lögreglan segir að 41 árs gamall Albani hafi stýrt hringnum en um 40 konum var haldið í kynlífsþrælkun. Aðrir sem handteknir voru eru frá Rússlandi, Kosovo og Armeníu.

Glæpamennirnir smygluðu konum til Spánar, aðallega frá Rússlandi, og neyddu þær til að stunda götuvændi eða vinna í hóruhúsum. Tveir menn í St. Pétursborg útveguðu konur en þær voru blekktar til að fara til Spánar með loforðum um vinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert