Saksóknari á Grikklandi hefur birt skipstjóra og fimm öðrum yfirmönnum skemmtiferðaskips, sem sökk í gærmorgun, ákærur fyrir glæpsamlega vanrækslu. Skipið steytti á skeri og sökk skammt frá eyju í Eyjahafi á fimmtudag. Um 1600 manns voru um borð og tókst að koma öllum á land nema frönskum feðginum, sem enn er saknað.
Grísk sjónvarpsstöð sagði, að skipstjóri og yfirmenn á skemmtiferðaskipinu Sea Diamond hefðu verið ákærðir fyrir valda skipsstrandi með vanrækslu, fyrir að brjóta alþjóðlegar öryggisreglur um umferð skipa og fyrir að menga umhverfið.