Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína

Andrew Henderson, einn sjóliðanna 15, í faðmi fjölskyldunnar eftir komuna …
Andrew Henderson, einn sjóliðanna 15, í faðmi fjölskyldunnar eftir komuna til Englands á fimmtudag. AP

Breska varnarmálaráðuneytið hefur heimilað sjóliðunum 15, sem Íranar handtóku á Persaflóa í mars, að selja fjölmiðlum sögu sína. Hefur Sunday Times eftir embættismönnum, að vegna eðlis málsins hafi þótt tilhlýðilegt að veita undanþágu frá reglum, sem banna breskum hermönnum að ræða við fjölmiðla gegn gjaldi. Búist er við að sjóliðarnir gætu haft um 250 þúsund pund upp úr krafsinu, jafnvirði 33 milljóna króna.

Búist er við að frásögn Faye Turney verði eftirsóttust en Turney er eina konan í hópnum. Að sögn Sunday Times gæti Turnay fengið allt að 150 þúsund pund með því að gera samning við sjónvarpsstöðina ITV og eitthvað dagblað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert