Hátíðarstemmning á Péturstorginu; páfi byrjar páskamessu

Páfi messar í Péturskirkjunni í gær.
Páfi messar í Péturskirkjunni í gær. Reuters

Tugþúsundir pílagríma eru saman komnar á Péturstorginu í Róm til að hlýða á páskamessu Benedikts páfa. Hann fór fyrir prósessíu kardínála og biskupa sem gengu yfir torgið og glampaði sólin á gullinni hempu páfa. Allt fer þetta fram undir vökulu auga svissnesku varðanna í Vatíkaninu. Að messu lokinni flytur páfi hefðbundin „ubi et orbi“ (til borgarinnar og heimsbyggðarinnar) blessunarorð. Sextíu og sex sjónvarpsstöðvar um heim allan senda beint frá athöfninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert