Tugþúsundir pílagríma eru saman komnar á Péturstorginu í Róm til að hlýða á páskamessu Benedikts páfa. Hann fór fyrir prósessíu kardínála og biskupa sem gengu yfir torgið og glampaði sólin á gullinni hempu páfa. Allt fer þetta fram undir vökulu auga svissnesku varðanna í Vatíkaninu. Að messu lokinni flytur páfi hefðbundin „ubi et orbi“ (til borgarinnar og heimsbyggðarinnar) blessunarorð. Sextíu og sex sjónvarpsstöðvar um heim allan senda beint frá athöfninni.