Skipstjóri farþegaskipsins sem fórst á Eyjahafi kennir hafstraumum um

Farþegaskipið sekkur á fimmtudagskvöldið.
Farþegaskipið sekkur á fimmtudagskvöldið. Reuters

Skipstjóri farþegaskips, sem ákærður hefur verið fyrir glæpsamlega vanrækslu eftir að skipið steytti á skeri og sökk, segir að sterkum hafstraumum hafi verið um að kenna hvernig fór. Tveggja franskra ferðamanna af skipinu er enn saknað. Hátt í 1.500 manns björguðust er skipið fórst á Eyjahafi á fimmtudaginn.

Fréttastofan AP hefur þetta eftir gríska ríkissjónvarpinu, NET, er aftur kvaðst hafa komist yfir afrit af yfirheyrslum yfir skipstjóranum á eynni Naxos.

„Ég fann hvernig skipið, sem verið hafði að eðlilegri siglingu, sveigði til hægri undan straumi. Ég gaf skipun um að beygt skyldi til vinstri. En það gafst ekki nægur tími til að skipið gæti beygt.“

Skipstjórinn og fimm aðrir yfirmenn af skipinu hafa verið ákærðir fyrir að hafa valdið skipsskaða með vanrækslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert