Arnold Schwarzenegger mun ávarpa landsfund breska Íhaldsflokksins

Arnold Schwarzenegger hefur boðið íhaldsmönnum í Bretlandi krafta sína.
Arnold Schwarzenegger hefur boðið íhaldsmönnum í Bretlandi krafta sína. Reuters

Hollywood­stjarn­an og rík­is­stjóri Kali­forn­íu, Arnold Schw­arzenegger, mun vera heiðurs­gest­ur á lands­fundi breska Íhalds­flokks­ins sem fram fer á þessu ári. Frá þessu greindu bresk­ir íhalds­menn í dag.

Schw­arzenegger, sem er re­públi­kani, mun flytja ræða á ráðstefn­unni sem fram fer í Blackpool í sept­em­ber.

„Það gleður mig að Schw­arzenegger rík­is­stjóri hafi þegið boð mitt um að ávarpa lands­fund­inn okk­ar á þessu ári,“ sagði leiðtogi Íhalds­flokks­ins Dav­id Ca­meron.

„Schw­arzenegger rík­is­stjóri fór fyr­ir stór­brot­inni end­ur­nýj­un lífdaga flokks síns í Kali­forn­íu og sem rík­is­stjóri hef­ur hann sýnt fram á mikla leiðtoga­hæfni, og um­fram allt hef­ur hann verið frum­kvöðull á sviði um­hverf­is­vernd­ar en hann hef­ur leitað eft­ir sam­vinnu póli­tískra and­stæðinga í þeim til­gangi.“

Tony Bla­ir, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur einnig hrósað Schw­arzenegger, en þeir hitt­ust á síðasta ári til þess að ræða um­hverf­is­mál.

Bla­ir hældi leiðtoga­hæfni Schw­arzeneggers eft­ir að sá síðar­nefndi hafði und­ir­ritað laga­frum­varp sem miðar að því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Kali­forn­íu.

Þá spaugaði Bla­ir með það að hann hafi öf­undað Schw­arzenegger af stælt­um lík­ama sín­um eft­ir að hafa hitt fyrr­um vaxt­ar­rækt­arkapp­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert